Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Á Stöð 2 Sport í dag verður ýmislegt í boði, allt frá heimsleikunum í Crossfit til þátta um störf íslenskra dómara, eða eftirminnilegra leikja í úrslitakeppninni í körfubolta og enska bikarnum. Þá verður þáttur um leikmenn frá Norðurlöndum í þáttaröð um bestu leikmenn í sögu spænsku 1. deildarinnar í fótbolta.
Stöð 2 Sport 2
Á Stöð 2 Sport 2 verða sýndir úrslitaleikir úr bikarkeppnum karla og kvenna í fótbolta á síðustu árum, eða allt frá árinu 2013 þegar Fram og Stjarnan mættust í karlaflokki.
Stöð 2 Sport 3
Kraftajötnar og fótboltakrakkar eiga sviðið á Stöð 2 Sport 3 þar sem sýndir verða þættir um aflraunamót í kvöld en sumarmótin í fótbolta barna sýnd fram eftir degi.
Stöð 2 eSport
Á rafíþróttastöðinni Stöð 2 eSport verða sýndir leikir úr íslensku deildinni í League of Legends og Counter-Strike nú þegar stytist í Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar sem sýnt verður um helgina.
Stöð 2 Golf
Á Stöð 2 Golf verður hægt að rifja upp skemmtilegt einvígi Tiger Woods og Phil Mickelson og horfa á útsendingu frá lokadegi Masters mótsins í fyrra, auk fleira efnis.