„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2020 14:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira