Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 14:19 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, á sjónvarpsskjá í Hong Kong. Kínverska þingið samþykkti umdeild þjóðaröryggislög sem eru sögð þrengja að réttindum íbúa sjálfstjórnarsvæðisins. Vísir/EPA Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna. Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna.
Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57