Gjaldþrot aukast og margir biðja um greiðslufresti á lánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:55 Gjaldþrotum hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Vísir/Hafsteinn Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín. Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín.
Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46
Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28
Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07
Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49