Ljóst að fyrirtæki sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hlutabótaleiðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 21:01 Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að útgreiðslur vegna hlutabóta geti orðið um 30,7 milljarðar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. Hefja þarf slíkt eftirlit þegar í stað og meðal annars kanna hvort að vinnuveitendur uppfylli tiltekin skilyrði um rekstur, fjárhag og fjárhagsskuldbindingar. Ljóst sé að fyrirtæki hafi nýtt sér leiðina þrátt fyrir að eiga ekki í bráðum rekstrar- eða greiðsluvanda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem birt var á vef Alþingis í dag. Skýrslan er unnin að frumkvæði Ríkisendurskoðunar sem aflaði gagna og upplýsinga frá félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun við vinnslu hennar. Þá fengu ráðuneytið og stofnunin drög að skýrslunni til umsagnar. Tæpur milljarður í hlutabætur vegna starfsmanna Icelandair Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að Vinnumálastofnun geri ráð fyrir því að útgjöld vegna hlutabóta á þessu ári geti orðið rúmir 30 milljarðar króna. Það er mun hærri upphæð en lagt var upp með þar sem í fyrstu var talið að kostnaðurinn yrði um 750 milljónir króna. Þá er vakin athygli á því í niðurstöðukaflanum að eitt fyrirtæki, Icelandair, skeri sig úr, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna á hlutabótaleiðinni og fjárhæð greiðslna: „[…] en í mars og apríl greiddi Atvinnuleysistryggingasjóður 926 m.kr í hlutabætur vegna 2.493 starfsmanna Icelandair ehf. Heildargreiðsla vegna hlutabóta til starfsmanna móðurfélags flugfélagsins, Icelandair Group hf., nam 1.116 m.kr. vegna 3.318 starfsmanna,“ segir í skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar bendir allt til þess að hlutabótaleiðin hafi nýst til þess að tryggja framfærslu launamanna, styðja við vinnuveitendur vegna samdráttar og viðhalda ráðningarsambandi. Vekur athygli að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið Þó hafi komið í ljós, þrátt fyrir áherslur stjórnvalda um að hlutabótaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur, að svo virðist sem nokkuð frjálsræði hafi verið á túlkun laganna: „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina eru fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búa að öflugum rekstri og traustum efnahag en ekki verður séð af lögunum og lögskýringargögnum að slíkt hafi verið ætlunin. Nokkur fyrirtæki hafa tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu hluta-starfaleiðar og önnur boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki er þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla eigi að eiga sér stað. Þá vekur athygli að sveitarfélög og opinberir aðilar hafa nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra.“ Ríkisendurskoðun telur að fullt tilefni hafi verið fyrir stjórnvöld til að endurskoða framkvæmd hlutabótaleiðarinnar og bregðast við en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um framhald leiðarinnar: „Í því felast m.a. hert skilyrði um fjárhag og rekstur viðkomandi vinnuveitandaásamt hlutlægum viðmiðum m.a. um tekjufall. Í frumvarpinu eru einnigákvæði sem stuðla að auknu aðhaldi og gagnsæi og renna styrkari stoðum undir eftirlit Vinnumálastofnunar. Ljóst erað fyrirtæki hafa nýttsér leiðina þrátt fyrir að eiga ekki í bráðum rekstrar-eða greiðsluvanda. Ríkisendurskoðun telur að fullt tilefni hafi verið fyrir stjórnvöld að endurskoða framkvæmd hlutastarfaleiðarinnar og bregðast við, enda sé þannig leitast við að úrræðið sé eingöngu nýtt af þeim aðilum sem því er ætlað að aðstoða,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Birta lista yfir þau fyrirtæki sem voru með fleiri en 100 starfsmenn á hlutabótum Í 2. kafla skýrslunnar er svo birtur listi yfir þau fyrirtæki sem voru með fleiri en 100 starfsmenn á hlutabótum í mars og apríl. Icelandair sker sig úr eins og áður segir með tæplega 2.500 starfsmenn á hlutabótum sem samtals fengu greiddar um 926 milljónir króna í bætur í mars og apríl. 502 starfsmenn Flugleiðahótela voru á hlutabótum í mars og apríl og námu greiðslur til þeirra um 268 milljónum króna. Bláa lónið, sem sagði upp 403 starfsmönnum í dag og hafði áður sagt upp 164 starfsmönnum í lok mars, var með alls 441 starfsmann á hlutabótum í mars og apríl. Námu greiðslur til þeirra um 185 milljónum króna. Þá voru 365 starfsmenn Íslandshótela á hlutabótaleiðinni í mars og apríl og voru greiðslur til þeirra samtals um 122 milljónir króna. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. voru með 201 starfsmann á hlutabótaleiðinni í mars og apríl. Greiðslur Vinnumálastofnunar til þeirra námu alls um 98 milljónum króna. Skýrslu Ríkisendurskoðunar má lesa í heild sinni hér. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. Hefja þarf slíkt eftirlit þegar í stað og meðal annars kanna hvort að vinnuveitendur uppfylli tiltekin skilyrði um rekstur, fjárhag og fjárhagsskuldbindingar. Ljóst sé að fyrirtæki hafi nýtt sér leiðina þrátt fyrir að eiga ekki í bráðum rekstrar- eða greiðsluvanda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem birt var á vef Alþingis í dag. Skýrslan er unnin að frumkvæði Ríkisendurskoðunar sem aflaði gagna og upplýsinga frá félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun við vinnslu hennar. Þá fengu ráðuneytið og stofnunin drög að skýrslunni til umsagnar. Tæpur milljarður í hlutabætur vegna starfsmanna Icelandair Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að Vinnumálastofnun geri ráð fyrir því að útgjöld vegna hlutabóta á þessu ári geti orðið rúmir 30 milljarðar króna. Það er mun hærri upphæð en lagt var upp með þar sem í fyrstu var talið að kostnaðurinn yrði um 750 milljónir króna. Þá er vakin athygli á því í niðurstöðukaflanum að eitt fyrirtæki, Icelandair, skeri sig úr, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna á hlutabótaleiðinni og fjárhæð greiðslna: „[…] en í mars og apríl greiddi Atvinnuleysistryggingasjóður 926 m.kr í hlutabætur vegna 2.493 starfsmanna Icelandair ehf. Heildargreiðsla vegna hlutabóta til starfsmanna móðurfélags flugfélagsins, Icelandair Group hf., nam 1.116 m.kr. vegna 3.318 starfsmanna,“ segir í skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar bendir allt til þess að hlutabótaleiðin hafi nýst til þess að tryggja framfærslu launamanna, styðja við vinnuveitendur vegna samdráttar og viðhalda ráðningarsambandi. Vekur athygli að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið Þó hafi komið í ljós, þrátt fyrir áherslur stjórnvalda um að hlutabótaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur, að svo virðist sem nokkuð frjálsræði hafi verið á túlkun laganna: „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina eru fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búa að öflugum rekstri og traustum efnahag en ekki verður séð af lögunum og lögskýringargögnum að slíkt hafi verið ætlunin. Nokkur fyrirtæki hafa tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu hluta-starfaleiðar og önnur boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki er þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla eigi að eiga sér stað. Þá vekur athygli að sveitarfélög og opinberir aðilar hafa nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra.“ Ríkisendurskoðun telur að fullt tilefni hafi verið fyrir stjórnvöld til að endurskoða framkvæmd hlutabótaleiðarinnar og bregðast við en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um framhald leiðarinnar: „Í því felast m.a. hert skilyrði um fjárhag og rekstur viðkomandi vinnuveitandaásamt hlutlægum viðmiðum m.a. um tekjufall. Í frumvarpinu eru einnigákvæði sem stuðla að auknu aðhaldi og gagnsæi og renna styrkari stoðum undir eftirlit Vinnumálastofnunar. Ljóst erað fyrirtæki hafa nýttsér leiðina þrátt fyrir að eiga ekki í bráðum rekstrar-eða greiðsluvanda. Ríkisendurskoðun telur að fullt tilefni hafi verið fyrir stjórnvöld að endurskoða framkvæmd hlutastarfaleiðarinnar og bregðast við, enda sé þannig leitast við að úrræðið sé eingöngu nýtt af þeim aðilum sem því er ætlað að aðstoða,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Birta lista yfir þau fyrirtæki sem voru með fleiri en 100 starfsmenn á hlutabótum Í 2. kafla skýrslunnar er svo birtur listi yfir þau fyrirtæki sem voru með fleiri en 100 starfsmenn á hlutabótum í mars og apríl. Icelandair sker sig úr eins og áður segir með tæplega 2.500 starfsmenn á hlutabótum sem samtals fengu greiddar um 926 milljónir króna í bætur í mars og apríl. 502 starfsmenn Flugleiðahótela voru á hlutabótum í mars og apríl og námu greiðslur til þeirra um 268 milljónum króna. Bláa lónið, sem sagði upp 403 starfsmönnum í dag og hafði áður sagt upp 164 starfsmönnum í lok mars, var með alls 441 starfsmann á hlutabótum í mars og apríl. Námu greiðslur til þeirra um 185 milljónum króna. Þá voru 365 starfsmenn Íslandshótela á hlutabótaleiðinni í mars og apríl og voru greiðslur til þeirra samtals um 122 milljónir króna. Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. voru með 201 starfsmann á hlutabótaleiðinni í mars og apríl. Greiðslur Vinnumálastofnunar til þeirra námu alls um 98 milljónum króna. Skýrslu Ríkisendurskoðunar má lesa í heild sinni hér.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira