Viðskipti innlent

Arnar, Gunnar og Harpa til Expectus

Atli Ísleifsson skrifar
Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Gunnar Skúlason og Arnar Leifsson.
Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Gunnar Skúlason og Arnar Leifsson. Expectus

Gunnar Skúlason, Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Arnar Leifsson hafa verið ráðin sérfræðingar til ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus.

Í tilkynningu kemur fram að Gunnar hafi starfað við viðskiptagreind undanfarin átta ár, þar af frá 2014 hjá Skeljungi.

„Hann er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Aðgerðarrannsóknum frá DTU í Danmörku. Gunnar mun sinna ráðgjöf til fyrirtækja og aðstoða þau að umbreyta gögnum í upplýsingar.

Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Arnar Leifsson munu sinna þróun á exMon, hugbúnaðarlausn Expectus.

„Harpa er með B.Sc. í Hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík en með námi starfaði hún hjá Íslenskri Erfðagreiningu.

Arnar er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Arnar starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík með og eftir námi ásamt kennslu við tölvunarfræðideild skólans,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×