Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fjöldi ríkja undirbýr nú opnun landamæra sinna en Danir tilkynntu í dag að þeir bjóði Íslendinga velkomna frá og með miðjum júní en Íslendingar geta líka heimsótt Eistland og Færeyjar í júní. Heimsóknirnar eru þó skilyrðum háðar. Til að mynda mega ferðamenn ekki gista í Kaupmannahöfn á meðan á dvölinni stendur.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í beinni útsendingu.

Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði til ráðherra. Nánar um þetta í kvöldfréttum.

Við verðum í beinni útsendingu á Selfossi en í hönd fer fyrsta ferðahelgi sumarsins. Margir hafa hugsað sér að keyra út á land í kvöld en umferðin hefur verið ansi mikil í gegnum Selfoss í dag.

Þetta og margt fleira af innlendum og erlendum vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×