Fólk í Vanúatú og Úsbekistan í íslenskum landsliðsfatnaði Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 10:30 Íslensku landsliðin eru hætt að klæðast Errea-fötum og færa sig nú yfir í Puma. vísir/getty Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera á búningalager Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga þar sem rýmt hefur verið til fyrir nýjum búningum og öðrum klæðnaði frá Puma, fyrir landsliðsfólkið. Samstarfi KSÍ við Errea í búningamálum er lokið og samið hefur verið við Puma um að klæða landsliðsfólk Íslands næstu árin. Því þurfa Ragnheiður Elíasdóttir, sem hefur umsjón með lagernum hjá KSÍ, og hennar fólk að rýma til fyrir nýjum vörum og sjá til þess að þær gömlu komist í góðar þarfir. Nóg er af fötum enda KSÍ með mörg landslið undir sínum hatti, en hvað verður um Errea-fötin? „Við erum í samstarfi við UEFA og ætlum að senda þetta til Vanúatú. Þar er þó mun heitara en hjá okkur og við erum ekki að fara að senda úlpur og slíkt þangað. Það fer til Úsbekistan,“ segir Ragnheiður í Sportinu í dag, en Henry Birgir Gunnarsson heimsótti hana á lagerinn þar sem vinna var í fullum gangi. Vanúatú er eyríki í Kyrrahafi, austur af Ástralíu, en Úsbekistan er í Mið-Asíu. Sjálfsagt eiga ekki margir íbúar þessara landa íslenskar landsliðstreyjur eða önnur föt merkt KSÍ, en nú verður breyting á. „Þau verða bara mjög hamingjusöm í fötum frá KSÍ og Errea,“ segir Ragnheiður létt, og bætir við: „Okkur fannst sniðugt að geta endurnýtt þetta. Eitthvað af þessu er úr sér gengið, búið að margnota, en það sem er heillegt er um að gera að nýta. Þetta verður fullur 40 feta gámur.“ Ragnheiður segir að nýju vörurnar frá Puma muni brátt berast en það hafi tafist aðeins vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir nýjar landsliðstreyjur, bláan aðalbúning og hvítan varabúning, fara í sölu seinni hluta sumars. Klippa: Sportið í dag - KSÍ rýmir til fyrir Puma-vörum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Vanúatú Úsbekistan Tengdar fréttir Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. 26. maí 2020 19:04