Liverpool vonast enn eftir Werner sem vill koma Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 12:45 Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig á leiktíðinni. vísir/getty Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30
Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30