Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:37 Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind. Getty/ John Lamparski Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi. Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi.
Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35