Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2020 18:55 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af ofbeldi í garð lögreglumanna. Vísir/Egill Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“ Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira