Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 23:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Robert O'Brien (til hægri) ásamt starfsmannastjóra Hvíta hússins (Mark Meadows) 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd lést. Getty/Sarah Silbiger Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira