Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 07:55 Trump heldur hér á biblíu fyrir utan St. Johns biskupakirkjuna í Washington D.C. í gær. SHAWN THEW/EPA Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira