Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd. Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd.
Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira