Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 20:41 Bústaðurinn varð alelda á skömmum tíma. Myndin er tekin rétt áður en slökkvilið kom á staðinn. Guðlaugur Ævar Hilmarsson Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu
Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira