„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 09:05 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. Mikhail Metzel/Getty Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira