Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 12:37 Skjáskot úr ávarpi Obama sem sent var út á netinu í gær. AP/My Brother's Keeper Alliance/Obama Foundation Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40