Vellíðan skólanemenda Gunnar Einarsson skrifar 4. júní 2020 13:30 Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar