Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2020 20:20 Hörður Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 í flugskýli Ernis í dag: „Þetta er bara hrein og bein árás á flugsamgöngur innanlands." Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels