Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 11:44 Bráðnunarvatn á Grænlandsjökli nærri Ilulissat á Vestur-Grænlandi í ágúst í fyrra. Mikil bráðnun varð á jöklinum í fyrra og hófst hún óvenjusnemma líkt og í ár. Vísir/Getty Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar. Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar.
Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31