Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:07 Stöð 2/Einar Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28