Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 13:39 Búið er að umkringja Hvíta húsið hárri svartri girðingu. AP/Evan Vucci Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. Svartar girðingar hafa verið reistar víða, leyniskyttur sitja á húsþökum og þungvopnaðir hermenn ganga um götur. Víggirt Hvíta húsið minnir helst orðið á hernaðarmannvirki. Lífvarðasveit forsetans, Secret Service, segir að girðingin verði uppi fram yfir næsta miðvikudag. Í yfirlýsingu til CNN segir sveitin að girðingunni sé ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi Hvíta hússins. Þar segir einnig að hún hafi verið sett upp til að tryggja að hægt væri að halda áfram friðsöm mótmæli. Búist er við að hún hafi verið sett upp vegna viðbúnaðar fyrir helgina þegar búist er við umfangsmiklum mótmælum í Washington DC. Síðasta föstudag og um síðustu helgi kom til átaka við mótmælendur sem kveiktu elda og rupluðu nærliggjandi fyrirtæki. Trump var fluttur í neðanjarðarbyrgi Hvíta hússins vegna mótmælanna og var hann þar í rúma klukkustund samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Trump sjálfur segist þó ekki hafa verið færður í neðanjarðarbyrgið. Hann hafi farið þangað í örskotsstund til að skoða það. Sér styrk í vígbúnaði Donald Trump, sem hefur lengi farið fögrum orðum um harðstjóra og einræðisherra í heiminum er ánægður með að hafa hermenn vakta götur Washington DC og telur vígbúnaðinn til marks um styrk sinn. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump segir vígbúnaðinn tákna að hann hafi náð stjórn á götum borgarinnar. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington DC.AP/Jacquelyn Martin Deilur húsa á milli Mureal E. Bowser, borgarstjóri Washington DC, segist hafa áhyggjur af því að Trump sjái einhverjar breytinganna fyrir sér sem varanlegar. Hún hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í borginni og hafa starfsmenn ráðhússins deilt við starfsmenn Hússins um það hver fari í raun með stjórn borgarinnar. Trump sakaði Bowser nýverið um það að hafa bannað lögreglu borgarinnar að aðstoða lífvarðasveit hans við varnir Hvíta hússins. Sú ásökun átti ekki við rök að styðjast. Áhyggjurnar í ráðhúsinu náðu nýjum hæðum á miðvikudagskvöldið þegar fyrirspurn barst frá hernum um það hvaða götum borgarinnar væri best að loka til að koma hermönnum og búnaði þeirra inn í borgina til. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Nú fyrir skömmu opinberaði Bowser bréf sem hún hefur sent forsetanum þar sem hún segir neyðarástandi hafa verið aflétt. Mótmælin í gær hafi alfarið verið friðsöm og að enginn hafi verið handtekinn. Þá fer hún fram á við Trump að hann fjarlægi alla hermenn og auka viðbúnað alríkisins úr borginni. Í bréfinu til Trump lýsir Bowser einnig yfir áhyggjum af því að löggæslumenn sem tilheyri ótilgreindum alríkisstofnunum hafi verið við störf á götum Washington DC, án einkenna og vildu þeir ekki segja fólki hvaða stofnun þeir tilheyrðu. I request that @realDonaldTrump withdraw all extraordinary federal law enforcement and military presence from our city. pic.twitter.com/AvaJfQ0mxP— Mayor Muriel Bowser #StayHomeDC (@MayorBowser) June 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. Svartar girðingar hafa verið reistar víða, leyniskyttur sitja á húsþökum og þungvopnaðir hermenn ganga um götur. Víggirt Hvíta húsið minnir helst orðið á hernaðarmannvirki. Lífvarðasveit forsetans, Secret Service, segir að girðingin verði uppi fram yfir næsta miðvikudag. Í yfirlýsingu til CNN segir sveitin að girðingunni sé ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi Hvíta hússins. Þar segir einnig að hún hafi verið sett upp til að tryggja að hægt væri að halda áfram friðsöm mótmæli. Búist er við að hún hafi verið sett upp vegna viðbúnaðar fyrir helgina þegar búist er við umfangsmiklum mótmælum í Washington DC. Síðasta föstudag og um síðustu helgi kom til átaka við mótmælendur sem kveiktu elda og rupluðu nærliggjandi fyrirtæki. Trump var fluttur í neðanjarðarbyrgi Hvíta hússins vegna mótmælanna og var hann þar í rúma klukkustund samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Trump sjálfur segist þó ekki hafa verið færður í neðanjarðarbyrgið. Hann hafi farið þangað í örskotsstund til að skoða það. Sér styrk í vígbúnaði Donald Trump, sem hefur lengi farið fögrum orðum um harðstjóra og einræðisherra í heiminum er ánægður með að hafa hermenn vakta götur Washington DC og telur vígbúnaðinn til marks um styrk sinn. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump segir vígbúnaðinn tákna að hann hafi náð stjórn á götum borgarinnar. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington DC.AP/Jacquelyn Martin Deilur húsa á milli Mureal E. Bowser, borgarstjóri Washington DC, segist hafa áhyggjur af því að Trump sjái einhverjar breytinganna fyrir sér sem varanlegar. Hún hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í borginni og hafa starfsmenn ráðhússins deilt við starfsmenn Hússins um það hver fari í raun með stjórn borgarinnar. Trump sakaði Bowser nýverið um það að hafa bannað lögreglu borgarinnar að aðstoða lífvarðasveit hans við varnir Hvíta hússins. Sú ásökun átti ekki við rök að styðjast. Áhyggjurnar í ráðhúsinu náðu nýjum hæðum á miðvikudagskvöldið þegar fyrirspurn barst frá hernum um það hvaða götum borgarinnar væri best að loka til að koma hermönnum og búnaði þeirra inn í borgina til. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Nú fyrir skömmu opinberaði Bowser bréf sem hún hefur sent forsetanum þar sem hún segir neyðarástandi hafa verið aflétt. Mótmælin í gær hafi alfarið verið friðsöm og að enginn hafi verið handtekinn. Þá fer hún fram á við Trump að hann fjarlægi alla hermenn og auka viðbúnað alríkisins úr borginni. Í bréfinu til Trump lýsir Bowser einnig yfir áhyggjum af því að löggæslumenn sem tilheyri ótilgreindum alríkisstofnunum hafi verið við störf á götum Washington DC, án einkenna og vildu þeir ekki segja fólki hvaða stofnun þeir tilheyrðu. I request that @realDonaldTrump withdraw all extraordinary federal law enforcement and military presence from our city. pic.twitter.com/AvaJfQ0mxP— Mayor Muriel Bowser #StayHomeDC (@MayorBowser) June 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13