Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 21:32 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26