Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 21:32 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Atvinnuleysi í landinu mælist nú 13,3 prósent. Ummæli Trump um George Floyd vöktu þó meiri athygli en tölfræðin, en forsetinn sagði fréttirnar vera „frábærar“ fyrir Floyd sem lést fyrir tæplega tveimur vikur eftir að lögreglumaður hélt honum niðri vegna gruns um hann væri með falsaðan peningaseðil. Dauði Floyd hefur leitt til mótmæla um allan heim og óeirðir hafa verið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Less than 24 hours after George Floyd’s memorial service, Trump called this a “great day” for Floyd and others "in terms of equality.”Despicable. pic.twitter.com/WD3YPy9t35— CAP Action (@CAPAction) June 5, 2020 „Vonandi er George að horfa niður núna að segja: Þetta er frábært fyrir landið okkar. Þetta er frábær dagur fyrir hann og þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær dagur fyrir alla. Þetta er frábær, frábær dagur varðandi jafnrétti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Þá sagði hann jafnframt mikilvægt að allir fengju jafna meðferð í samskiptum við lögreglu, en mótmælin í Bandaríkjunum hafa verið að mestu vegna ofbeldi lögreglunnar í garð svartra í landinu. Biden fordæmir ummælin Ummælin hafa reitt marga til reiði enda þykir forsetinn hafa tæklað atburði undanfarna vikna illa. Skoðanakönnun Reuters leiddi í ljós að meirihluti Bandaríkjamanna væri óánægður með hvernig Trump hefur tekið á mótmælaöldunni, eða um 55 prósent svarenda. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir að segja fréttirnar gleðiefni fyrir Floyd er forsetaefni Demókrataflokksins Joe Biden. Sagði hann það fyrirlitlegt af forsetanum að leggja honum orð í munn. „Og sú staðreynd að hann gerði það á degi þar sem atvinnuleysi svartra jókst, atvinnuleysi rómanskra jókst, atvinnuleysi á meðal ungra svartra jókst til muna segir ykkur allt sem þið þurfið að vita um þennan mann og hvað skiptir hann máli,“ sagði Biden á kosningafundi í Delaware. Á vef BBC kemur þó fram að tölfræði Biden varðandi atvinnuleysi á meðal rómanskra hafi verið röng en það minnkaði um rúmlega eitt prósent. Atvinnuleysi á meðal svartra fór þó úr 16,4 prósentum í 16,8 prósent á meðan það fór niður um 0,6 prósentustig á meðal hvítra í landinu. Þá segir Biden Trump draga fram það versta í mörgum Bandaríkjamönnum og það væru sennilega tíu til fimmtán prósent samfélagsins sem væru almennt „ekki gott fólk“.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5. júní 2020 20:59
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26