Án samninga og réttinda en samt í framlínu Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. júní 2020 07:40 Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Helga Vala Helgadóttir Verkföll 2020 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun