Goodell viðurkennir að NFL hafi gert mistök Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 11:15 Kaepernick hóf að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn er leikinn árið 2016. Hann var harðlega gagnrýndur af yfirmönnum sínum og jafnvel af forsetanum sjálfum. Getty/Michael Zagaris Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni. NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni.
NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent