Greina ekki sýni á nóttunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira