Segir heilbrigðisráðuneytið ítrekað fresta því að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 18:43 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla. Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla.
Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira