Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 16:25 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/John Bazemore Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira