Nýsjálendingar telja sig hafa útrýmt kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:25 Próf við kórónuveirunni framkvæmt í bráðabirgðaprófunarstöð í Christchurch, Nýja Sjálandi. Myndin er síðan í apríl. Mark Baker/AP Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira