Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:52 Icelandair hefur að undanförnu aðeins flogið til þriggja áfangastaða. Þann 15. júní bætast sjö við. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira