Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2020 13:37 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd. Vísir/Vilhelm Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira