Hegerberg landaði risasamningi við Nike í meiðslunum Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:00 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og setti markamet í keppninni í fyrra. VÍSIR/GETTY Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30