Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:00 Átta flugfélög hafa greint frá því að flogið verði til Íslands í sumar. Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira