Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 17:22 Ferðalagið verður ekki með sama sniði og áður þegar Icelandair hefur daglegt áætlunarflug 15. júní. Farþegar og áhöfn þurfa að vera með grímur og engin matarþjónusta verður um borð. Vísir/Vilhelm Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49