Segja hvern dag færa margar ferðaskrifstofur nær gjaldþroti Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 17:57 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58