Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 18:29 Bolsonaro sakaði fjölmiðla um að reyna að skapa glundroða í kringum kórónuveiruna í dag. Hæstaréttardómari gerði hann afturreka með að hætta að birta heildartölfræði um faraldurinn. Vísir/EPA Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00