Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 19:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49