Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Pepsi Max deildina Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 06:00 Keppni í Pepsi Max-deildinni er handan við hornið. KR vann Víking R. á sunnudaginn í meistarakeppni KSÍ. vísir/hag Íþróttalífið í heiminum er að vakna úr dvala og beinum útsendingum þar með að fjölga á nýjan leik á Stöð 2 Sport og hliðarrásum, sem einnig eru dagskrársettar með endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Á morgun hefst keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta að nýju, sem og á PGA-mótaröðinni í golfi, og Íslandsmótið í fótbolta hefst á föstudagskvöld þegar Valur og KR mætast í Pepsi Max deild kvenna. Það er því nóg af beinum útsendingum handan við hornið en þeim snarfækkaði vegna kórónuveirufaraldursins. Í kvöld heldur Gummi Ben áfram upphitun fyrir Pepsi Max deild karla þar sem hann rýnir ásamt sérfræðingum sínum í liðin í deildinni, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 21.15. Til að stytta fólki biðina eftir því að mótið hefjist er einnig hægt að horfa á lokaþáttinn af Pepsi Max-mörkunum frá því í fyrra og nokkra af helstu leikjum síðasta tímabils. Á stöðinni verða einnig sýndir gamlir og góðir leikir úr enska bikarnum í fótbolta, þáttur um VÍS-krakkamótið sem fram fór í Laugardal í sumar, og fleira til. Stöð 2 Sport 2 Það verða meðal annars tveir El Clásico slagir á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 þar sem rifjaðir verða í dag upp eftirminnilegir leikir úr spænsku 1. deildinni, frá tímabilinu 2016-17. Barcelona sækir Real Mallorca heim á laugardaginn í beinni útsendingu, og Real Madrid fær Eibar í heimsókn á sunnudag, einnig í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða leikir úr úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta frá árinum 2018 og 2019, auk HM í pílukasti frá síðasta ári. Stöð 2 eSport Sýndir verða leikir í League of Legends og Counter-Strike, úr Vodafone-deildinni í vetur, sem og landsleikir í tölvuleikjafótbolta, á Stöð 2 eSport í dag. Stöð 2 Golf Á Stöð 2 Golf verður sýnt frá mótum á PGA-mótaröðinni en stöðin verður svo með beina útsendingu á morgun frá fyrsta degi Charles Schwab Challenge, á PGA-mótaröðinni. Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2. Golf Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Pílukast Olís-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Íþróttalífið í heiminum er að vakna úr dvala og beinum útsendingum þar með að fjölga á nýjan leik á Stöð 2 Sport og hliðarrásum, sem einnig eru dagskrársettar með endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Á morgun hefst keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta að nýju, sem og á PGA-mótaröðinni í golfi, og Íslandsmótið í fótbolta hefst á föstudagskvöld þegar Valur og KR mætast í Pepsi Max deild kvenna. Það er því nóg af beinum útsendingum handan við hornið en þeim snarfækkaði vegna kórónuveirufaraldursins. Í kvöld heldur Gummi Ben áfram upphitun fyrir Pepsi Max deild karla þar sem hann rýnir ásamt sérfræðingum sínum í liðin í deildinni, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 21.15. Til að stytta fólki biðina eftir því að mótið hefjist er einnig hægt að horfa á lokaþáttinn af Pepsi Max-mörkunum frá því í fyrra og nokkra af helstu leikjum síðasta tímabils. Á stöðinni verða einnig sýndir gamlir og góðir leikir úr enska bikarnum í fótbolta, þáttur um VÍS-krakkamótið sem fram fór í Laugardal í sumar, og fleira til. Stöð 2 Sport 2 Það verða meðal annars tveir El Clásico slagir á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 þar sem rifjaðir verða í dag upp eftirminnilegir leikir úr spænsku 1. deildinni, frá tímabilinu 2016-17. Barcelona sækir Real Mallorca heim á laugardaginn í beinni útsendingu, og Real Madrid fær Eibar í heimsókn á sunnudag, einnig í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða leikir úr úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta frá árinum 2018 og 2019, auk HM í pílukasti frá síðasta ári. Stöð 2 eSport Sýndir verða leikir í League of Legends og Counter-Strike, úr Vodafone-deildinni í vetur, sem og landsleikir í tölvuleikjafótbolta, á Stöð 2 eSport í dag. Stöð 2 Golf Á Stöð 2 Golf verður sýnt frá mótum á PGA-mótaröðinni en stöðin verður svo með beina útsendingu á morgun frá fyrsta degi Charles Schwab Challenge, á PGA-mótaröðinni. Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.
Golf Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Pílukast Olís-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira