Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 14:51 Frá fundi dagsins. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira