Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Sylvía Hall skrifar 14. mars 2020 16:23 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Sjálfur hafi hann verið 42 daga heima við á meðan versta útbreiðslan gekk yfir landið. „Sumir voru styttri tíma heima en skrifstofufólk, þ.e. fólk sem vel getur sinnt störfum sínum að heiman í einhvern tíma var lengur,“ segir Snorri sem telur að Evrópubúar ættu að búa sig undir það að þetta ástand vari í fimm til sex vikur. Hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu og telur Snorri að um helmingur muni snúa aftur til vinnu í þessari viku. Nú sé komið að Kínverjum að miðla sinni reynslu áfram til almennings, fyrirtækja og stofnanna sem standa nú frammi fyrir því að grípa til harðra aðgerða vegna faraldursins. Hjá Arla Foods hafi verið sótthreinsandi efni verið aðgengilegt fyrir alla starfsmenn og það hafi líklegast verið á öllum skrifborðum. Þá hafi allir starfsmenn fengið nóg af grímum frá fyrirtækinu fyrir sig og sína. Heimasóttkví algjör innilokun Snorri segir landamærum hafa verið óbeint lokað þar sem allir sem þangað koma eru sendir í heimasóttkví í tvær vikur. Því sé ólíklegt að fólk ferðist til Peking, vitandi að þeir þurfi að eyða tveimur vikum á hótelherbergi enda sé heimasóttkví algjör innilokun. „Heimasóttkví í Kína er algjör innilokun, þ.e. það fer enginn út af né inn á heimilið í 14 daga! Svo er húsið eða íbúðin klárlega merkt eins og sést á meðfylgjandi mynd, svona svo engum detti nú í hug að banka upp á!“ Heimili fólks í sóttkví er vel merkt.Snorri Sigurðsson Hann segir Kínverja nú sjá fyrir endann á því versta, enda séu mörg smitanna sem greinast að koma upp hjá ferðafólki. Í Kína séu þau með tveggja mánaða forskot og því ekki í sama ástandi og er hér heima við. Að lokum segir hann fólki að líta á björtu hliðarnar, í Kína sé vorið á næsta leyti og áður en þau viti af verði komið sumar. Hér að neðan má lesa helstu reglur sem Snorri telur að muni gagnast fólki hér heima í baráttunni: - Þegar komið er inn í byggingar, verslanir, veitingastaði eða aflokuð svæði eru dyraverðir sem taka á móti fólk og mæla hitastig viðkomandi með geislamæli. Símanúmer og persónuupplýsingar oft skráð niður líka. - Búið er að setja hámark á fjölda fólks í lyftu og flutningsgetan nú miðuð við 50% af reiknaðri getu svo rúmt sé á fólki. Miða skal við að standa ekki nær öðrum en 1 meter. - Lyfturnar eru sótthreinsaðar oft á dag og við takka borðin eru oft einnota servéttur sem maður tekur og hlífir sér með þegar ýtt er á takkana. - Við sem erum yfirmenn megum mæta alla daga en undirmenn einungis annan hvern dag að meðaltali þar til annað er ákveðið. Það eru því sumir sem mæta mánudag, miðvikudag og föstudag í einnig viku og svo þriðjudag og fimmtudag í hinni vikunni og svo öfugt. Þetta kerfi verður í gildi þar til yfirvöld ákveða annað. - Skrifstofurnar eru sótthreinsaðar 3svar á dag og svo öll handföng og helstu snertifletir, þ.e. staðir sem talið er að fólk gæti oft snert á, 7-8 sinnum á dag. - Það er mælst til þess að fólk vinni með grímur á sér, en ekki sett sem skilyrði. -Það er skylda að vera með grímur á fundum í lokuðum rýmum. - Það er óheimilt að sitja nær hvert öðru á fundum en 1 meter. - Óheimilt er að vera nær fólki í almennings-farartækjum en 1 meter. - Ekki leyfilegt að sitja saman og borða á veitingastöðum, 1 meter á milli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Sjálfur hafi hann verið 42 daga heima við á meðan versta útbreiðslan gekk yfir landið. „Sumir voru styttri tíma heima en skrifstofufólk, þ.e. fólk sem vel getur sinnt störfum sínum að heiman í einhvern tíma var lengur,“ segir Snorri sem telur að Evrópubúar ættu að búa sig undir það að þetta ástand vari í fimm til sex vikur. Hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu og telur Snorri að um helmingur muni snúa aftur til vinnu í þessari viku. Nú sé komið að Kínverjum að miðla sinni reynslu áfram til almennings, fyrirtækja og stofnanna sem standa nú frammi fyrir því að grípa til harðra aðgerða vegna faraldursins. Hjá Arla Foods hafi verið sótthreinsandi efni verið aðgengilegt fyrir alla starfsmenn og það hafi líklegast verið á öllum skrifborðum. Þá hafi allir starfsmenn fengið nóg af grímum frá fyrirtækinu fyrir sig og sína. Heimasóttkví algjör innilokun Snorri segir landamærum hafa verið óbeint lokað þar sem allir sem þangað koma eru sendir í heimasóttkví í tvær vikur. Því sé ólíklegt að fólk ferðist til Peking, vitandi að þeir þurfi að eyða tveimur vikum á hótelherbergi enda sé heimasóttkví algjör innilokun. „Heimasóttkví í Kína er algjör innilokun, þ.e. það fer enginn út af né inn á heimilið í 14 daga! Svo er húsið eða íbúðin klárlega merkt eins og sést á meðfylgjandi mynd, svona svo engum detti nú í hug að banka upp á!“ Heimili fólks í sóttkví er vel merkt.Snorri Sigurðsson Hann segir Kínverja nú sjá fyrir endann á því versta, enda séu mörg smitanna sem greinast að koma upp hjá ferðafólki. Í Kína séu þau með tveggja mánaða forskot og því ekki í sama ástandi og er hér heima við. Að lokum segir hann fólki að líta á björtu hliðarnar, í Kína sé vorið á næsta leyti og áður en þau viti af verði komið sumar. Hér að neðan má lesa helstu reglur sem Snorri telur að muni gagnast fólki hér heima í baráttunni: - Þegar komið er inn í byggingar, verslanir, veitingastaði eða aflokuð svæði eru dyraverðir sem taka á móti fólk og mæla hitastig viðkomandi með geislamæli. Símanúmer og persónuupplýsingar oft skráð niður líka. - Búið er að setja hámark á fjölda fólks í lyftu og flutningsgetan nú miðuð við 50% af reiknaðri getu svo rúmt sé á fólki. Miða skal við að standa ekki nær öðrum en 1 meter. - Lyfturnar eru sótthreinsaðar oft á dag og við takka borðin eru oft einnota servéttur sem maður tekur og hlífir sér með þegar ýtt er á takkana. - Við sem erum yfirmenn megum mæta alla daga en undirmenn einungis annan hvern dag að meðaltali þar til annað er ákveðið. Það eru því sumir sem mæta mánudag, miðvikudag og föstudag í einnig viku og svo þriðjudag og fimmtudag í hinni vikunni og svo öfugt. Þetta kerfi verður í gildi þar til yfirvöld ákveða annað. - Skrifstofurnar eru sótthreinsaðar 3svar á dag og svo öll handföng og helstu snertifletir, þ.e. staðir sem talið er að fólk gæti oft snert á, 7-8 sinnum á dag. - Það er mælst til þess að fólk vinni með grímur á sér, en ekki sett sem skilyrði. -Það er skylda að vera með grímur á fundum í lokuðum rýmum. - Það er óheimilt að sitja nær hvert öðru á fundum en 1 meter. - Óheimilt er að vera nær fólki í almennings-farartækjum en 1 meter. - Ekki leyfilegt að sitja saman og borða á veitingastöðum, 1 meter á milli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira