Áhersla á smærri hverfishátíðir í Kópavogi Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 14:23 Frá hátíðarhöldum í Kópavogi árið 2017. Aðsend Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogur 17. júní Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
Kópavogur 17. júní Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira