Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2020 19:31 Horft úr brú Dettifoss á Súesskurðinn á siglingunni í gær. Sextán Íslendingar eru í áhöfn skipsins. Mynd/Eimskip. Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum: Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Sjá meira
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum:
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Sjá meira
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28