Fótbolti

Mega spila fyrir þrjú lið á sama tímabili

Sindri Sverrisson skrifar
Bruno Fernandes hefur spilað fyrir tvö lið á leiktíðinni sem dregist hefur á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, en Manchester United keypti hann frá Sporting Lissabon þegar félagaskiptaglugginn í Englandi var síðast opinn, í janúar.
Bruno Fernandes hefur spilað fyrir tvö lið á leiktíðinni sem dregist hefur á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, en Manchester United keypti hann frá Sporting Lissabon þegar félagaskiptaglugginn í Englandi var síðast opinn, í janúar. VÍSIR/GETTY

Knattspyrnumenn mega skipta tvisvar um félag og spila fyrir alls þrjú lið á einni leiktíð eftir að FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ákvað að breyta tímabundið reglum um þessi mál.

FIFA segir þetta gert til þess að forðast óvissu varðandi leikmenn sem eru samningslausir, nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt úr skorðum.

FIFA hefur einnig ákveðið að leyfa knattspyrnusamböndum heimsins að opna félagaskiptagluggann vegna næsta tímabils, 2020-21, áður en að yfirstandandi keppnistímabili lýkur. Er það gert til að stuðla að því að félög geti klárað tímabilið nú með þá leikmannahópa sem þau notuðu í vetur, jafnvel þó að mót dragist fram í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×