Innlent

Komu að nöktum karl­manni í á­tökum í aftur­sæti bíls í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla var fyrst kölluð út vegna glannalegs aksturslags bílsins.
Lögregla var fyrst kölluð út vegna glannalegs aksturslags bílsins. Getty

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út síðdegis í gær eftir að nokkrar tilkynningar bárust um aðfinnsluvert aksturslag bíls í Reykjavík. Síðar var tilkynnt um bílinn kyrrstæðan í Mosfellsbæ þar sem par var í átökum í aftursætinu.

Í tilkynningu frá lögreglu er tekið fram að talið sé að karlmaðurinn hafi verið nakinn, en frekari upplýsingar voru ekki bókaðar.

Í skeyti lögreglu segir frá því upp úr klukkan 20 var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi vera að brjótast inn í rútu í hverfi 221 í Hafnarfirði. Var maðurinn vistaður í fangageymslu vegna ástands síns.

Sömu sögu er að segja af manni sem var í annarlegu ástandi og handtekinn á bar í hverfi 108 um klukkan 22:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×