Kláraði og vann sjöþraut fótbrotin: Helvíti en ég fór þetta á þrjóskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 10:30 María Rún Gunnlaugsdóttir sagði söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra og hvað hún þurfti þá að ganga í gegnum. Skjámynd/Fésbókin Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira