Fjarlægja „Don‘t mention the war“-þátt Hótels Tindastóls Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 07:53 Basil Fawlty í túlkun John Cleese í umræddum þætti. Skjáskot Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“ Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira