Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 21:22 John Cleese fór með aðalhlutverkið í „Hótel Tindastóli“. Hann er ekki sáttur við stjórnendur BBC sem fjarlægðu einn þáttanna úr efnisveitu. Vísir/EPA Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“. Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“.
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira