Svona er skimunaraðstaðan á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:47 Tíu básar verða settir upp í fyrstu og verður hægt að skima tvö þúsund farþega á sólarhring. Vísir/Einar Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03
Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22