Óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hægi á árangri Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 16:09 Fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 22. júní. vísir/vilhelm Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56
Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20
Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30
Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23