Óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hægi á árangri Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 16:09 Fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 22. júní. vísir/vilhelm Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56
Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20
Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30
Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23