Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:52 Frá byggingasvæðinu. Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið. Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið.
Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira